Námskeið

SUMARNÁMSKEIÐ

Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem elska að föndra! 

Við hittumst á morgnanna kl. 9 hér í Bastel á Garðatorgi 1 og föndrum saman í 3 klst.  Við verðum með 2 dagsetningar í boði í ágúst: 

11. - 15. ágúst Námskeiðið er 5 dagar. Verð 27.900kr

18. - 21. ágúst Námskeiðið er 4 dagar. Verð 23.900kr

Við munum föndra allskonar saman og verður eitthvað nýtt í boði á hverjum degi svo allir ættu að finna föndur við sitt hæfi og áhugasvið. 

Börnin koma með nesti með sér en við endum svo gleðina með grillveislu á föstudeginum.

Börnin fá að taka öll verkefnin með sér heim og býðst þeim að hengja þau upp á kaffihúsinu og bjóða gestum sínum að koma og skoða yfir helgina. 

Skráning á bastel@bastel.is