Þjónusta

Við leggjum áherslu á að bjóða fjölbreytt úrval af föndri og kynnum reglulega nýjungar sem okkur langar sjálfum að prófa og vonandi þér líka. Úrvalið mótast af ýmsum getustigum ásamt því að bjóða uppá föndur í mismunandi verðflokkum.

Til að fullkomna föndurstundina þína þá bjóðum við úrval veitinga sem þú getur notið í fallegu umhverfi.

Á kaffihúsinu finnur þú úrval föndurverkefna sem þú getur unnið á staðnum, ásamt því að geta keypt ýmisskonar föndurpakka til að taka með heim eða til gjafar.

Föndurbarinn okkar er alltaf stútfullur af allskonar og fá gestir okkar að ganga í hann að vild þegar föndurpakki hefur verið keyptur, sem er forsenda fyrir að fá sér sæti hjá okkur. Kaffihúsið okkar er nefnilega öðruvísi, þar föndrum við fyrst og fremst en aukum svo við notalegheitin með ljúffengum veitingum.

Á Bastel eru tölvur ekki velkomnar því það á bara að vera skapandi og skemmtileg stemming!

Vertu innilega velkomin til okkar á Bastel Föndurkaffi.

 

Opnunartími

Virkir dagar 11-19

Helgar 10-18