Bullet Journal námskeið

Bullet Journal kvöld á Bastel föndurkaffi
Leiðbeinandi: Elínborg Hákonardóttir (Bogga)
Komdu og eigðu notalega kvöldstund á Bastel föndurkaffi þar sem við kynnumst heimi Bullet Journal, skapandi dagbókarforms sem sameinar skipulag, hugarró og listsköpun 💫
Elínborg Hákonardóttir leiðir kvöldið.
Hún er með bakgrunn úr listaháskólanum og hefur unnið bæði innan heilbrigðiskerfisins og nú sem kennari í grunnskóla, samhliða meistaranámi í List og velferð.
Elínborg hefur um árabil kennt fjölbreytt námskeið í Ljósinu endurhæfingu, þar á meðal í Bullet Journal, þar sem list, handverk og heilsa mætast.

Hvað er Bullet Journal?
Bullet Journal er blanda af dagbók, skipulagi og listsköpun.
Þú getur notað hana til að halda utan um markmið, verkefni, hugleiðingar og minningar, á þinn eigin skapandi hátt.
Þetta er verkfæri sem hjálpar til við einbeitingu, streitulosun og sköpunargleði, allt á sama stað 💗

Innifalið í verði
Allur efniviður sem þú þarft:
Bók, Blýantur, Strokleður, Penni og Reglustika
Auk þess verður aukaefni á staðnum í boði fyrir þátttakendur að nota ásamt því að boðið verður upp afslætti af vörum sem henta vel fyrir Bullet Journal.
Og auðvitað verður Happy Hour á meðan viðburðinum stendur 🍷✨

📅 Dagsetning: 8. Janúar kl. 19:30 – 21:30
📍 Staðsetning: Bastel föndurkaffi
💸 Verð: 10.900 kr. – allt innifalið
📩 Skráning: bastel@bastel.is

Tilvalið fyrir alla sem vilja tengja saman sköpun, skipulag og vellíðan í notalegu umhverfi.
Takmarkað pláss í boði.

 

Facebook viðburður