Námskeið
Basetl leggur áherslu á að bjóða uppá úrval af námskeiðum þar sem allir geta fundið eitthvað við hæfi. Skoðaðu úrvalið hér fyrir neðan!
Collapsible content
Haustkransanámskeið
Haustkransagerð á Bastel föndurkaffi með Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur
Komdu og njóttu notalegrar kvöldstundar á Bastel föndurkaffi þar sem við föndrum fallega haustkransa í góðum félagsskap.
Allur efniviður er innifalinn og til að toppa upplifunina fær hver þátttakandi ljúft freyðivínsglas.
Á meðan við föndrum er einnig happy hour í boði.
Ingunn Björk hefur í mörg ár leiðbeint við kransagerð og er sannkölluð haustkransadrottning. Hún deilir með okkur sínum bestu ráðum og tryggir að allir fari heim með einstakan og persónulegan haustkrans.
Miðvikudagur 17. september
Kl. 19:30–22:00
Bastel föndurkaffi
Verð: 13.900 kr. (efni + freyðivínsglas innifalið)
Skráning fer fram í tölvupósti: bastel@bastel.is
Takmarkaður fjöldi
Tilvalið tækifæri fyrir vini, fjölskyldur eða vinnufélaga til að eiga saman skapandi og kósý kvöld
Útsaumur með Katrínu
Nánari upplýsingar á næstunni!
Sumarnámskeið
SUMARNÁMSKEIÐ
Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 7-12 ára sem elska að föndra!
Við hittumst á morgnanna kl. 9 hér í Bastel á Garðatorgi 1 og föndrum saman í 3 klst. Við verðum með 2 dagsetningar í boði í ágúst:
11. - 15. ágúst Námskeiðið er 5 dagar. Verð 27.900kr
18. - 21. ágúst Námskeiðið er 4 dagar. Verð 23.900kr
Við munum föndra allskonar saman og verður eitthvað nýtt í boði á hverjum degi svo allir ættu að finna föndur við sitt hæfi og áhugasvið.
Börnin koma með nesti með sér en við endum svo gleðina með grillveislu á föstudeginum.
Börnin fá að taka öll verkefnin með sér heim og býðst þeim að hengja þau upp á kaffihúsinu og bjóða gestum sínum að koma og skoða yfir helgina.
Skráning á bastel@bastel.is